Fjarnám eins og notendur upplifa það

Partner: Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland

Byggt á skýrslum frá 6[1] löndum (þar á meðal skrifborðsrannsóknir, rýnihópaviðtölum og farsímaetnógrafíu)

Á síðustu árum hefur menntun tekið stökk frá hefðbundnum skólastofum yfir í stafrænan heim fjarnáms. Þessi umbreyting hefur haft marga kosti í för með sér en einnig áskoranir. Frá upphafi var fjarnámi tekið opnum örmum af fræðasamfélaginu. Með tilkomu COVID-19 faraldursins varð hröð og umfangsmikil yfirfærsla alls náms yfir í fjarnám, sem krafðist mikils af kennurum, nemendum og skólastofnunum. Rannsókn PLACEDU á áhrifum fjarnáms fór fram í sex mismunandi löndum og undirstrikaði þörfina fyrir fjölbreyttar lausnir til að velja úr.

Sérstaða landa

Þótt öll lönd deili á svipaðan hátt áskorunum og möguleikum tengdum fjarnámi, er hvert land með sín sérkenni:

Ísland brást hratt við með því að innleiða fjarnám á öllum skólastigum sem viðbragð við truflunum í menntakerfinu vegna COVID-19 faraldursins. Þessi yfirfærsla yfir í fjarnám kom á óvart og vantaði formlegan undirbúning, sem leiddi til þess að fjöldi kennara var illa undirbúinn, án fyrri reynslu af fjarnámi og víða ekki nægur stuðningur til staðar í skólunum. Kennsluaðferðir voru fjölbreyttar; sumir kusu að hafa beinar kennslustundir í gegnum myndfundabúnað sem fylgdu hefðbundinni stundaskrá, á meðan aðrir notuðust við mistímis kennslu í gegnum stafræn kerfi háskólanna. Þessi reynsla bætti óvænt hæfni kennara í stafrænum kennsluháttum, jók þátttöku nemenda á stafrænum vettvangi og flestir náðu góðum tökum á notkun stafrænna verkfæra eins og myndfundabúnaðar.

PLACEDU verkefnið ætlar að búa til námsvettvang þar sem fjölbreyttum áskorunum í fjarnámi verður mætt. Auk þess verður tekið saman kennsluefni sem kennarar geta nýtt sér til að bæta hæfni sína í fjarkennslu.

  • Þó að gripið hafi verið til einhverra ráðstafana, er augljóst að kennarar þurfa meiri fræðslu um fjarkennslu og nemendur þurfa meiri fræðslu um nám í fjarnámi.
  • Mikilvægt er að endurhugsa kennsluna inn í stafrænt umhverfi og skilja að sumar kennsluaðferðir sem eru góðar í hefðbundinni staðkennslu, virka mögulega ekki í fjarkennslu.
  • Óhjákvæmilega ætti að stefna að því að kennsla sé meira samskiptamiðuð og hvetji til virkrar þátttöku nemenda. Stafræn námsumsjónarkerfi ættu ekki aðeins að vera geymsla fyrir efni og stuðning heldur einnig að stuðla að virku námsumhverfi.

PLACEDU vill aðstoða kennara við að styrkja stafræna færni sína svo þeir geti notað fjölbreytta stafræna kennsluhætti og verkfæri í sinni fjarkennslu. Breytingin yfir í fjarnám hefur aukið enn meir þann menntaójöfnuð sem var til staðar varðandi brottfall og lágmarksvirkni í námi. Nauðsynlegt er að kennarar og stjórnendur menntastofnana fái stuðning varðandi hvernig best er að færa hefðbundna staðkennslu yfir í fjarkennslu. Það þarf að aðlaga kennsluaðferðir, námsefni og fleira að stafrænum kennsluháttum fjarnáms og bæta gæði á mörgum sviðum kennslunnar, notkun tækni og annars sem er þörf á.

Auk þess þarf að leggja áherslu á líkamlega og andlega vellíðan kennara og nemenda. Þar sem regluleg samskipti á milli þeirra geta hjálpað til við að auka áhuga nemenda og hvatt þá til að vera virkari í námi sínu.

Hvað verður næsta venja í menntun? Hvernig munum við upplifa hana?

Eru áhugalausir nemendur og kennarar sem stara á svartan skjá NÆSTI VANI í menntun?

PLACEDU mun gera sitt besta til að takast á við galla fjarnáms.

Verkefnastjóri PLACEDU verkefnisins, Zemartas Budrys, segir:

Markmið verkefnisins er að vekja athygli á göllum fjarnáms og takast á við þá. Með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval tóla og aðferða sem eru hönnuð til að draga úr einangrun, auðvelda samskipti og félagslega virkni, og styðja við andlega og tilfinningalega vellíðan bæði nemenda og kennara, hefur PLACEDU möguleika á að bæta gæði og árangur fjarnáms verulega. Þetta er mikilvæg þróun, sem mun hjálpa til við að tryggja að nemendur hafi aðgang að hágæða menntun, óháð staðsetningu þeirra eða aðstæðum.

Fulltrúi Háskóla Íslands í verkefninu, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sagði: “PLACEDU hefur það að markmiði að greina þær áskoranir sem kennarar standa frammi fyrir þegar þeir færa sig frá staðbundinni kennslu yfir í fjarkennslu, sérstaklega þá þætti sem tapast þegar komið er í stafrænt umhverfi. PLACEDU ætlar að greina hvað það er sem tapast og hvaða áskoranir það eru sem kennarar standa frammi fyrir. PLACEDU ætlar að bjóða kennurum upp á vefnámskeið sem eiga að hjálpa kennurum að takast á við þessar áskoranir og þannig bæta gæði fjarkennslunnar og námsupplifun fjarnemenda. PLACEDU leggur áherslu á mikilvægi þess að styðja við líkamlega og andlega heilsu bæði kennara og nemenda. Hvetja til stöðugra samskipta, auka þátttöku og áhuga í gegnum allan námsferilinn.”        

Heimasíða PLACEDU-verkefnisins er á vefslóðinni: https://placedu-project.com                                                           

PLACEDU-verkefnið er framkvæmt af 7 samstarfsaðilum frá 6 löndum: Litháen (XWHY og Vilníusarháskóli), Slóvenía (Háskólinn í Ljubljana), Kýpur (CSI), Belgía (OTB International), Ísland (Háskóli Íslands) og Grikkland (KMOP Education & Innovation Hub).

Verkefnið er fjármagnað af Erasmus+ KA2 áætlun Evrópusambandsins.

[1] Litháen, Slóvenía, Kýpur, Belgía, Ísland, Gikkland

18. apríl 2023.