Partner: Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland

Hluti af því að samfélagið jafni sig eftir COVID-19 felur í sér margþætta nálgun. Verkefnahópur PLACEDU-verkefnisins er stoltur af að kynna námsvettvang með vefnámskeiðum sem eru ætluð háskólakennurum.

Vefnámskeiðin eru hönnuð fyrir háskólakennara til að styðja þá í viðleitni sinni til að auka félagslega þátttöku nemenda í fjarnámi svo að nemendur upplifi sig sem hluta af námssamfélagi skólans.  

Þróun vefnámskeiðanna byggir á niðurstöðum úr farsímaetnógrafíu þar sem að þarfir fjarkennara á háskólastigi voru greindar. Safnað var saman góðum venjum um leiðir sem kennarar geta farið til að hvetja til athafna sem leggja áherslu á félagslega sjálfbærni fjarnemenda.

Aðalmarkmiðið var að hanna námskeiðin með því að skilgreina og þróa nauðsynlega þekkingu, færni og hæfni til að geta boðið kennurum upp á nýstárlega fræðslu um fjarkennslu ásamt aðferðum óformlegs náms.

Námskeiðin eru hönnuð fyrir kennara sem eru áhugasamir um að dýpka skilning sinn á stafrænum kennsluháttum í fjarnámi. Treysta sér til að fara sjálfir í gegnum námskeiðin og eru tilbúnir til að miðla efni inn á námsvettvang PLACEDU og mynda þannig tengslanet í heimi fjarkennslu. Leitast er við að yfirstíga þá glötuðu félagslegu og líkamlegu þætti samskipta sem tapast þegar nám er flutt úr hefbundnu staðnámi yfir í fjarnám.

Vefnámskeið PLACEDU samanstanda af sex námskeiðum: 1. Fagleg skuldbinding; 2. Stafrænt efni; 3. Kennsla og nám; 4. Námsmat; 5. Valdefling nemenda og 6. Stuðningur við stafræna hæfni nemenda

Verkefnastjóri Placedu Žemartas Budrys leggur áherslu á að það sé ekki nóg að nota stafræn tæki. Það að skilja áhrif þeirra á menntunarferlið og þátttakendur þess er lykilatriði. Í gegnum PLACEDU námskeiðin er fjallað um þetta af kostgæfni.

Sigurbjörg Jóhannesdóttir, fulltrúi Háskóla Íslands í PLACEDU verkefninu, leggur áherslu á að það sé gott fyrir kennara að fara í gegnum vefnámskeiðin þar sem þeir geta fundið aðferðir og verkfæri, sem getur hjálpað eim að gera fjarkennsluna sína betri, sérstaklega með tilliti til þeirra þátta sem tapast þegar nám færist alfarið yfir á netið.”

Námsvettvangur PLACEDU er á vefslóðinni: https://placedu-project.com/is/namsvettvangur/

PLACEDU-verkefnið er samstarf sjö aðila frá sex löndum: Litháen (XWHY og Vilníusarháskóli), Slóvenía (Háskólinn í Ljubljana), Kýpur (CSI), Belgía (OTB International), Ísland (Háskóli Íslands) og Grikkland (KMOP Education & Innovation Hub).

Verkefnið er fjármagnað af Erasmus+ KA2 áætlun Evrópusambandsins.

18. september 2023