25th of July, 2023

PLACEDU-verkefnið hefur opnað námsvettvang fyrir kennara, vefsvæði með ókeypis vefnámskeiðum, aðferðum og tólum fyrir fjarkennara á háskólastigi.

Kennarar segja að þeim finnist þeir oft vera týndir og að þeir upplifi kvíða varðandi hvernig þeir geta fært hefðbundna kennslu yfir í fjarkennslu. Námsvettvangurinn er gagnvirkur og geta kennarar hlaðið efni inn á hann þannig að hann heldur utan um margvíslegt efni um fjarnám. Áhersla er lögð á að safna kennsluaðferðum og verkfærum sem hægt er að nota til að ýta undir áhugahvöt nemenda og bæta félags- og samskiptahæfni þeirra.

Námsvettvangurinn leggur áherslu á verkfæri sem gerir kennurum kleift að bjóða upp á framúrskarandi fjarkennslu sem byggir, að hluta, á því sem við lærðum í Cóvid-19. Þetta þýðir að kennarar þurfa að endurhugsa kennsluaðferðir og nýta stafræn verkfæri. Námsvettvangurinn hefur það hlutverk að hjálpa kennurum að móta nýja sýn á fjarkennslu (með því að hvetja til samskipta fjarnemenda, nota blandað námsumhverfi, fylgjast með merkjum um félagslega einangrun nemenda o.s.frv.)

Verkefnastjóri PLACEDU Žemartas Budrys, segir: Námsvettvangurinn er lifandi vefsvæði sem býður upp á ýmis tól, aðferðir og sjálfsnám sem ekki er endilega búið til af okkur, heldur einnig af öðrum aðilum sem deila reynslu sinni og bestu aðferðum. Það eykur gæði innihaldsins og gefur yfirgripsmeira yfirlit yfir kosti og galla fjarnáms.

Fulltrúi Háskóla Íslands í verkefninu, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, segir: „Kennarar geta farið í gegnum sex vefnámskeið, sem nýtast þeim til að móta eigin fjarkennslu, finna aðferðir og verkæri, sem geta hjálpað þeim að bæta námsupplifun nemenda, sérstaklega með tilliti til þeirra þátta sem tapast þegar nám færist alfarið yfir á netið.“

Námsvettvangur PLACEDU er hér: https://placedu-project.com/is/namsvettvangur/

PLACEDU-verkefnið er framkvæmt af 7 samstarfsaðilum frá 6 löndum: Litháen (XWHY og Vilníusarháskóli), Slóvenía (Háskólinn í Ljubljana), Kýpur (CSI), Belgía (OTB International), Ísland (Háskóli Íslands) og Grikkland (KMOP Education & Innovation Hub).

Verkefnið er fjármagnað af Erasmus+ KA2 áætlun Evrópusambandsins.