Samantekt á PLACEDU verkefninu

Partner: Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland

Við lok PLACEDU verkefnisins horfum við til baka til upphafs verkefnisins fyrir tveimur árum síðan og rýnum í það sem við gerðum á þessum tíma.

Verkefnið hófst, með myndfundi samstarfsaðila á netinu, þann 3. desember 2021 í skugga COVID-19 takmarkana. Þar var kynnt samstarf Litháen, Slóveníu, Kýpur, Íslands, Grikklands og Belgíu.

Á þessum tveimur árum sem verkefnið hefur staðið yfir hefur það náð mikilvægum áföngum á leið sinni að aðalmarkmiði sínu um hvernig hægt sé að endurheimta kjarnann í því sem gerist á stað og flytja yfir í stafræna kennslurýmið á áhrifaríkan hátt. Eftir að verkefnið hófst tóku samstarfsaðilar þátt í rannsókn PLACEDU. Þeir greindu stöðu fjarnáms í sínu landi (e. desktop research), söfnuðu gögnum með etnógrafísku farsímaappi og tóku rýnihópaviðtöl við fjarkennara. Tilgangurinn var að búa til skýrslu stafrænnar etnógrafíu stafrænunar sem kortleggur stafræna kennsluhætti og verkfæri, sem að auðvelda fjarnám innan háskólastofnana, greina vandamál og orsakir þeirra sem tengjast fjarnámi í háskólum, auk þess að finna hvaða þættir það eru  sem leiða til réttrar uppbyggingar nýs stafræns vettvangs.

Eftir að hafa greint lykilþætti sem þurfa að vera til staðar héldu samstarfsaðilar áfram á þróunarstigið: sameiginlega hönnun á stafrænum námsvettvangi og vefnámskeiðum fyrir kennara.

Stafræni námsvettvangurinn beinir sjónum að verkfærum sem gera kleift að stíga næsta skref í fjarkennslu óháð afleiðingum af COVID-19. Áherslan er ekki á erfið tímabil sem háskólar upplifa, heldur að gera þeim kleift að endurhugsa kennslu sína eftir faraldurinn. Vettvangurinn skapar nýja frásögn um hvernig hægt er að bæta fjarnám. Vefnámskeiðin eru hins vegar ætluð til að styðja við tilraunir kennara til félagslegrar þátttöku og samfélagsþróunar á tímum fjarkennslu. Bæði stafræni námsvettvangurinn og vefnámskeiðin voru prófuð með kennurum í Litháen (Vilníusarháskóli), Íslandi (Háskóli Íslands), Slóveníu (Háskólinn í Ljubljana) og Grikklandi (KMOP).

Verkefnið náði hámarki sínu með þremur viðburðum: Að gera fjarkennsluna betri, á Íslandi, þar sem kennarar ræddu um þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir í fjarnámi. Gamlir siðir – Nýi stafræni námsvettvangurinn, í Grikklandi, þar sem niðurstöður verkefnisins voru kynntar; og loksins Stafræni staðurinn sem er félagslegur í Litháen, sem miðaði að því að kynna allar afurðir verkefnisins.

Eftir að PLACEDU verkefninu lýkur, lifir arfleifð þess áfram. Það hefur verið djúpstæður heiður að leggja sitt af mörkum til stafræna námsvettvangsins fyrir næsta vana í menntun.

Námsvettvangur PLACEDU er á vefslóðinni: https://placedu-project.com/is/namsvettvangur/

Til að kynna þér verkefnið betur, þá finnur þú frekari upplýsingar á vefsíðu þess https://placedu-project.com/is/heim/

PLACEDU verkefnið er samstarf sjö aðila frá sex löndum: Litháen (XWHY og Vilníusarháskóli), Slóvenía (Háskólinn í Ljubljana), Kýpur (CSI), Belgía (OTB International), Ísland (Háskóli Íslands) og Grikkland (KMOP Education & Innovation Hub).

Verkefnið er fjármagnað af Erasmus+ KA2 áætlun Evrópusambandsins.

31.12.2023