Um

PLACEDU

PLACEDU vill auka getu háskólastofnana til að stjórna áhrifamiklum breytingum í átt að fjarnámi. Áskorun PLACEDU er að ákvarða hvað tapast í námsumhverfinu þegar náminu er breytt í fjarnám. Þessvegna mun PLACEDU búa til vefvettvang þar sem kennarar geta náð sér í leiðbeiningar og efni til að styðja við og efla nemendur sína í fjarnámi.

Í framhaldi af því þegar allt nám breyttist í fjarnám í Covid, þá varð til þörf, á að skilja betur hvaða grunnþættir náms skipta máli þegar það fer fram á ákveðnum „stað“ og hvernig við getum flutt þessa þætti með okkur inn á þann „stafræna stað“ þar sem fjarnám fer fram.

PLACEDU verkefnið miðar að því að skilja betur hvað er að virka vel í „staðnámi“ og miðla niðurstöðunum á vefsvæði stafrænnar menntunar.

Helstu verkefnin eru að skilja hvernig hægt er að nota niðurstöður úr rannsókninni til að betrumbæta fjarnám. Rannsóknin er byggð á ýmsum aðferðum; 1) Taka saman niðurstöður um það fjarnámsumhverfi sem er til staðar (e. desk research) með niðurstöðum úr öðrum rannsóknum og bestu starfsvenjum í fjarnámi; 2) Safna gögnum með farsímaetnógrafíu á netfundum og 3) Rýnihópaviðtölum við háskólakennara.

PLACE – vefurinn – er hannaður til að safna saman ýmsum verkfærum og aðferðum um hvernig sé hægt að efla fjarnám sem forðar nemendum frá einangrun, skapar rými fyrir samskipti og félagslega virkni ásamt því að styrkja nemendur og kennara andlega og tilfinningalega.

Þjálfun fyrir kennara. Boðið er upp á sérstaka þjálfun fyrir kennara sem hefur það markmið að styrkja þá sem fjarkennara og hvernig þeir kenna fjarnám. Reynt verður að vinna með og útrýma þeim neikvæðu þáttum fjarnáms sem komu upp á yfirborðið þegar skólar voru lokaðir í Covid-19.

Markmið

O1
Að skoða hvað tapast í námsumhverfinu þegar það er fært yfir í fjarnám

O2
Að búa til leiðbeiningar fyrir kennara um hvernig sé hægt að búa til gott fjarnám fyrir nemendur og hvernig sé hægt taka á málum eins og einangrun nemenda, samskiptaleysi o.s.frv.

O3
Að kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki á háskólastigi um hvernig sé hægt að nýta það úr kennslustofunni sem er gott yfir í fjarnám

O4
Að búa til vettvang þar sem leiðbeiningum, verkfærum og niðurstöðum er deilt. Vettvangurinn er „meta“ vettvangur sem býður öllum mögulegum frásögnum að vera til staðar í honum

Markhópur

Kennarar í háskólum, svo þeir geti kennt gott fjarnám og á sama tíma tekið á og unnið með einangrun nemenda, samskiptaleysi og fleira.

Nemendur verða virkari sem er hvetjandi fyrir þá, dregur úr félagslegri einangrun og eykur félagslega færni þeirra.

Niðurstöður

PLACEDU gerði rannsókn á stafrænni menntun og þú getur kynnt þér niðurstöður okkar hér.

PLACEDU kortlagði stöðu stafrænnar menntunar.

PLACEDU býður upp á þjálfun sem er þróuð af PLACEDU samstarfsaðilum.

PLACEDU gegnir því hlutverki að vera vaxandi tengslanet þar sem hægt er að bæta við sig þekkingu og deila eigin innsýn.